Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 430 . mál.


704. Frumvarp til laga



um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



1. gr.


    Markmið laga þessara er að stuðla að framkvæmdum við fráveitur sveitarfélaga með styrk veitingum.
    Með fráveitu er í lögum þessum átt við leiðslukerfi og búnað til að meðhöndla skolp sem fullnægir kröfum laga og reglugerða um hreinsun þess áður en því er veitt í viðtaka.
    

2. gr.


    Frumkvæði að gerð áætlana um fráveitur og framkvæmdir í fráveitumálum er í höndum sveitarstjórna og á ábyrgð þeirra.
    

3. gr.


    Framkvæmdir við sniðræsi frá safnkerfum fráveitna, rotþrær, hreinsi- og dælustöðvar og út rásir, sem unnar verða á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. desember 2005, geta notið styrks úr ríkis sjóði. Enn fremur er heimilt að styrkja úr ríkissjóði önnur skyld mannvirki svo og framkvæmdir sem snúa að tvöföldun lagna í safnkerfum eldri fráveitna enda sé sýnt að slíkar framkvæmdir lækki stofnkostnað við styrkhæfar framkvæmdir.
    Undirbúningsrannsóknir, hönnun, kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum njóta ekki fjárstuðnings sam kvæmt lögum þessum. Sama gildir um endurbætur á eldri kerfum og framkvæmdir sem eru um fram það sem krafist er í lögum og reglugerðum um hreinsun fráveituvatns.
    

4. gr.


    Fjárhagslegur stuðningur ríkisins vegna framkvæmda sveitarfélaga við fráveitur skv. 3. gr. getur numið allt að 200 m. kr. á ári eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 20% af staðfestum heildarraunkostnaði styrkhæfra framkvæmda næstliðins árs.
    Heimilt er að ráðstafa allt að fjórðungi styrkupphæðar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna svo sem kostur er kostnað einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Skal fráveitunefnd skv. 5. gr. gera tillögur um beitingu þessa ákvæðis sem ráðherra staðfestir.
    

5. gr.


    Umhverfisráðherra skipar fráveitunefnd sér til ráðuneytis um fráveitumál sveitarfélaga. Í fráveitunefnd skulu eiga sæti þrír fulltrúar skipaðir til fjögurra ára í senn. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, annar samkvæmt tilnefningu félags málaráðherra og sá þriðji skal skipaður án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
    Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
    

6. gr.


    Fráveitunefnd fjallar um styrkumsóknir og framkvæmda- og kostnaðaráætlanir sveit arfélaga vegna framkvæmda í fráveitumálum á yfirstandandi ári og áætlar styrkhæfni hverrar áætlaðrar framkvæmdar.
    Í samræmi við mat á styrkumsóknum sveitarfélaga skal fráveitunefnd gera tillögu til umhverfisráðherra um framlag til fráveitumála sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs.
    Fráveitunefnd fjallar um upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað við framkvæmd ir í fráveitumálum á næstliðnu ári. Nefndin skal meta og staðfesta kostnað við styrkhæfa framkvæmd í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Á grundvelli þeirrar staðfestingar gerir frá veitunefnd tillögur til umhverfisráðherra um styrkveitingu til hvers sveitarfélags vegna framkvæmda í fráveitumálum.
    Fráveitunefnd er heimilt að leita sérfræðilegrar ráðgjafar í störfum sínum.
    

7. gr.


    Sveitarfélög skulu fyrir 1. maí ár hvert senda fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins umsókn um styrk vegna fráveituframkvæmda á yfirstandandi ári. Með umsókninni fylgi heildaráætlun um fráveituframkvæmdir í sveitarfélaginu sem fyrirhugað er að sækja um styrk fyrir og sérstök áætlun um þann áfanga sem áætlað er að vinna á yfirstandandi ári. Einnig fylgi með umsókninni tæknilegar upplýsingar um framkvæmdina ásamt teikning um og sundurliðaðri kostnaðaráætlun. Skilyrði fyrir fjárstuðningi er að framkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags.
    

8. gr.


    Sveitarfélög, sem fengið hafa úthlutað fjárstuðningi vegna fráveituframkvæmda, skulu fyrir 1. mars ár hvert senda fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins upplýsingar um raun kostnað sveitarfélagsins vegna framkvæmda við fráveitumál á næstliðnu ári í samræmi við áður senda áætlun.
    

9. gr.


    Styrkir til sveitarfélaga vegna framkvæmda í fráveitumálum á næstliðnu ári skulu greiddir sveitarfélögunum fyrir 1. maí ár hvert.
    

10. gr.


    Umhverfisráðherra hefur á hendi yfirstjórn fjárhagslegs stuðnings ríkissjóðs við fram kvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum og tekur endanlegar ákvarðanir um úthlutun styrkja að fengnum tillögum fráveitunefndar.
    

11. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar „Velferð á varanlegum grunni“ ákvað rík isstjórnin m.a. að stuðla að undirbúningi framkvæmda við úrbætur í fráveitumálum sveit arfélaga á kjörtímabilinu. Þar segir m.a.: „Ríkisstjórnin mun í samvinnu við sveitarfé lögin í landinu beita sér fyrir því að gerð verði úttekt á fráveitum í öllum sveitarfélög um landsins á kjörtímabilinu og áætlun gerð um úrbætur.“ Í stefnu ríkisstjórnarinnar í um hverfismálum, sem sett er fram í riti undir heitinu „Á leið til sjálfbærrar þróunar“, mars 1993, segir m.a.: „Verið er að ljúka úttekt á fráveitum í sveitarfélögum landsins og unn ið er að stefnumörkun um úrbætur. Stuðlað verður að því að framkvæmdir í frárennsl ismálum verði hafnar um land allt ekki síðar en árið 1995.“
    Hinn 12. febrúar 1992 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að gera úttekt á ástandi frá veitumála og móta stefnu í fráveitumálum á þeim grunni. Í nefndinni áttu sæti, auk full trúa ráðuneytisins, fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Siglingamála stofnun ríkisins, Hollustuvernd ríkisins og Samtökum tæknimanna sveitarfélaga. Nefnd in vann mikið starf og skilaði áliti til ráðherra 30. nóvember 1993 og tillögum í sex lið um. Meðal tillagna nefndarinnar var að ríkið veitti sveitarfélögum fjárstuðning til þess tímabundna átaks sem fyrirsjáanlegt væri á næstu 10 árum. Lagði nefndin til að styrk ur til sveitarfélaga næmi u.þ.b. fjórðungi af kostnaði við framkvæmdir.
    Samkvæmt ofangreindu er þegar lokið úttekt á fráveitum í sveitarfélögunum og hafa mörg þeirra þegar hafið undirbúning beinna framkvæmda.
    Að undanförnu hefur farið fram athugun á því í umhverfisráðuneytinu með hvaða hætti ríkisvaldið gæti stutt sveitarfélögin fjárhagslega í tengslum við úrlausn frárennslismála. Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar er ætlunin að koma fráveitumálum í viðunandi horf á næstu 10 árum. Kostnaður við fráveituframkvæmdir er talinn vera á bilinu 15–20 millj arðar kr. en af þeim færu 3–4 milljarðar kr. í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þar af er talið að styrkhæfar framkvæmdir samkvæmt frumvarpi þessu séu um 10 milljarðar króna. Í tengslum við fjárhagslega aðstoð ríkisins hefur einkum þrennt komið til álita:
    Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með það fyrir augum að endur greiða virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum.
     2.     Afmarkaðir tekjustofnar.
     3.     Bein framlög á fjárlögum.
    Auk þess hafa komið til umræðu breyttar reglur um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveit arfélaga með hliðsjón af því að fráveitumál yrðu forgangsmál á næsta áratug, hugsan leg afskipti Lánasjóðs sveitarfélaga af þessum málum svo og þróunar- og rannsóknar styrkir á vegum ríkis og sveitarfélaga, sérstaklega með það að markmiði að reyna að draga úr framkvæmdakostnaði við fráveitur.
    Niðurstaðan varð sú að raunhæfasta leiðin til að koma til móts við sveitarfélögin með fjárhagsstuðningi er að það verði gert með beinum fjárveitingum á fjárlögum. Eðlileg ast er að slíkur stuðningur eigi sér stað á meðan það átak stendur yfir sem boðað er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, þ.e. að lokið verði brýnum úrbótum á næstu 10 árum. Í þeim tillögum sem hér liggja fyrir er reiknað með því að framlag ríkisins til átaks í fráveitu málum sveitarfélaga nemi svipaðri upphæð og tekin er í formi virðisaukaskatts. Þáttur rík isins í framkvæmdum yrði því 20% miðað við heildarframkvæmdir.
    Rétt er þó að vekja athygli á að fyrst og fremst er ætlast til að þessir fjárhagsstyrk ir renni til framkvæmda við útrásir og hreinsikerfi en hvorki til lagningu fráveitulagna og holræsakerfa né lagfæringa þeirra, nema í þeim tilvikum að sýnt þykir að slíkt sé hag kvæmasti kosturinn til að koma fráveitumálum í viðkomandi sveitarfélagi í það horf sem settar kröfur gera. Gert er ráð fyrir að fjárhagsstyrkir renni ekki til endurbóta á eldra ræsakerfi. Sveitarfélögin munu sjá um þær framkvæmdir áfram sem hingað til.
    Rétt er að vekja athygli á að skv. 6. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, er það hlut verk sveitarfélaganna að annast fráveitumál og samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virð isaukaskatt, eru slíkar framkvæmdir virðisaukaskattsskyldar.
    Með frumvarpi þessu er ætlunin að koma málum þannig fyrir að ríkissjóður gefi í reynd eftir þann hluta framkvæmdanna sem skilar sér sem virðisaukaskattur enda vand séð að sveitarfélögin leggi í fjárfrekar framkvæmdir á þessu sviði án fjárhagslegs stuðn ings ríkisins.
    Stuðningur ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga er hluti af fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Eðlilegt er að fjallað verði um stuðning ríkisins við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum með hliðsjón af öðrum fjárhagslegum sam skiptum og ef á þeim verða gerðar breytingar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Markmið laganna er að stuðla að framkvæmdum við fráveitur sveitarfélaga með styrk veitingum af hálfu ríkisins.
    

Um 2. gr.


    Samkvæmt 7. tölul. 6. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, eru hreinlætismál, þar á með al holræsalagnir og skolpeyðing meðal verkefna sveitarfélaga og er þessum lögum ekki ætlað að breyta neinu þar um.
    

Um 3. gr.


    Í stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum kemur fram að ætlunin er að gera átak í fráveitumálum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir vegna fráveitumála hefjist í öllum sveitarfélögum á þessu ári og standi yfir næstu tíu árin.
    Í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um að tilteknar framkvæmdir í fráveitumálum sem unnar verða á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. desember 2005 geti notið styrks úr ríkis sjóði. Þessar tilteknu framkvæmdir eru tilgreindar í 1. og 2. mgr. greinarinnar. Þar er m.a. gert ráð fyrir að sniðræsi frá safnræsum fráveitna geti notið styrkja en rétt er að taka fram að hér er gert ráð fyrir að það sé einungis í þeim tilvikum sem framkvæmdin leiði til fækkunnar útrása, þ.e. að núverandi útrásir leggist af.
    Í 3. mgr. eru taldir upp verkþættir og framkvæmdir sem ekki njóta fjárstyrkja verði frumvarp þetta að lögum. Hér er t.d. um að ræða verkþætti sem ekki eru virðisauka skattsskyldir, eru umfram settar kröfur, tengdar undirbúningsvinnu og endurbótum á eldri fráveitukerfum.
    

Um 4 gr.


    Lagt er til að ákveðið hlutfall kostnaðar við styrkhæfar framkvæmdir í fráveitumál um sveitarfélaga komi til endurgreiðslu ári síðar en framkvæmdir eiga sér stað í formi styrkja úr ríkissjóði. Þetta hlutfall styrkja getur aldrei orðið hærra en sem nemur 20% af framkvæmdakostnaði við fráveitur. Þar sem nauðsynlegt er talið að hafa hámark á út gjöldum ríkisins vegna framkvæmda sveitarfélaga í fráveitumálum er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur úr ríkissjóði á tímabilinu 1996–2006 vegna þessara framkvæmda verði aldrei meiri árlega en sem nemur 200 m. kr. Sé 20% af heildarframkvæmdakostn aði næstliðins árs meiri en 200 m. kr. lækkar hlutfalla styrkja samsvarandi.
    Í greininni er einnig lagt til að heimilt verði að nota hluta styrkupphæðarinnar, allt að fjórðungi, til jöfnunaraðgerða á hverju ári, enda sé þá verið að styrkja framkvæmdir sveit arfélaga þar sem framkvæmdakostnaður er mjög mismunandi. Í þessu sambandi má nefna að áætlað hefur verið að kostnaður við styrkhæfar framkvæmdir einstakra sveitarfélaga geti verið allt frá 30.000 kr. á íbúa til 90.000 kr. á íbúa. Til þess að gætt sé sem mest samræmis í beitingu þessa heimildarákvæðis þegar það á við er gert ráð fyrir að frá veitunefnd geri tillögu um framkvæmd slíkrar jöfnunar sem ráðherra staðfestir.

Um 5. gr.


    Í greininni er kveðið á um að umhverfisráðherra skuli skipa sérstaka fráveitunefnd. Formaður skal skipaður án tilnefningar. Þar sem fráveitumál eru verkefni sveitarfélaga er gerð tillaga um að einn nefndarmaður sé skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands ís lenskra sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra, þar sem hann fer með yfirstjórn sveitarstjórnarmála.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
    

Um 6. gr.


    Í 1. og 3. mgr. er kveðið á um að fráveitunefnd skuli fjalla um styrkumsóknir og fram kvæmda- og kostnaðaráætlanir sveitarfélaga vegna framkvæmda í fráveitumálum, meta styrkhæfni áætlaðra framkvæmda og gera tillögur til umhverfisráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum vegna framkvæmda næstliðins árs.
    Í 2. mgr. er gerð tillaga um að fráveitunefnd geri tillögu til ráðherra um framlag til fráveitumála sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs.
    Loks er í 4. mgr. kveðið á um að fráveitunefnd sé heimilt að leita faglegrar ráðgjaf ar í störfum sínum.
    

Um 7. gr.


    Þau sveitarfélög sem staðið hafa í framkvæmdum við úrlausn fráveitumála samkvæmt áætlunum þar að lútandi skulu senda umsóknir um styrk vegna fráveituframkvæmda á yf irstandandi ári til fráveitunefndar umhverfisráðuneytis fyrir 1. maí ár hvert. Í umsókn skal fylgja heildaráætlun um fráveituframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélagi og sérstök áætl un um þann áfanga/verkþátt sem áætlað er að vinna á yfirstandandi ári. Enn fremur skulu fylgja upplýsingar um hvaða framkvæmdir hafa átt sér stað, kostnaður við þær, áætlað ur heildarkostnaður, staða framkvæmdanna og fyrirhuguð verklok. Skilyrði fyrir fjár stuðningi er að framkvæmdin sé áfangi í heildarlausn fráveitumála fyrir sveitarfélagið.
    

Um 8. gr.


    Í greininni er kveðið á um að sveitarfélög sem fengið hafa úthlutað fjárstuðningi vegna fráveituframkvæmda skulu fyrir 1. mars ár hvert senda fráveitunefnd upplýsingar um raunkostnað sveitarfélagsins vegna fráveituframkvæmda á næstliðnu ári.
    

Um 9. gr.


         Ekki er gert ráð fyrir því að aðeins geti komi til greiðsla úr sjóðnum þegar verki er lokið heldur árlega einu ári eftir að tilteknum verkþætti er lokið að uppfylltum skilyrð um um upplýsingar. Ætti það að auðvelda sveitarfélögunum fjármögnun framkvæmd anna. Greiðsla ríkissjóðs vegna styrkja til framkvæmda í fráveitumálum, sbr. 3. gr., yrði þannig einu ári síðar. Í greininni er kveðið á um að styrkir til sveitarfélaga fyrir næst liðið ár skulu greiddir sveitarfélögum fyrir 1. maí ár hvert.
    

Um 10. og 11. gr.


         Greinarnar þarfnast ekki skýringa.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um stuðning við framkvæmdir


sveitarfélaga í fráveitumálum.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að veittur verði fjárhagslegur stuðningur ríkissjóðs við fráveitulagnir sveitarfélaga á tímabilinu frá 1. maí 1995. Stuðningurinn skal skv. 4. gr. nema 20% af staðfestum heildarraunkostnaði sveitarfélags við styrkhæfar framkvæmd ir. Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði veittur í formi fjárveitingar á fjárlögum sem skv. 4. gr. getur numið allt að 200 m.kr. á ári.
    Nefnd sú er vann að aðdraganda þessa frumvarps hefur gert nokkuð ítarlega úttekt á ástandi fráveitumála á landinu. Þar kemur fram að ástand er best hér á höfuðborgarsvæð inu en nær alls staðar á landsbyggðinni við sjó rennur skolp beint í sjóinn og oftast án allra fráveitna. Í skýrslunni er reynt að gera einhverja grein fyrir þeim heildarkostnaði sem þessum framkvæmdum fylgir. Er hann þar talinn á bilinu 15–20 milljarðar króna. Þar af færu 3–4 milljarðar króna í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Styrkhæfar framkvæmd ir næmu um 10 milljörðum króna. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því að um ræddar framkvæmdir gætu kostað frá 30 þús. kr. á íbúa upp í 90 þús. kr. á íbúa. Sé tek ið það dæmi að kostnaður á íbúa sé 40 þús. kr. að meðaltali fyrir landið allt næmi heild arkostnaður nálægt 10 milljörðum króna. Þessar vísbendingar gefa til kynna að ríkissjóð ur þurfi samtals að kosta til nálægt 2 milljörðum króna fyrir allt tímabilið.
    Samkvæmt 5. gr. skal umhverfisráðherra skipa fráveitunefnd sem í sitji þrír fulltrú ar. Skal kostnaður af störfum nefndarinnar greiðast úr ríkissjóði. Einnig er gert ráð fyr ir að úrvinnsla styrkumsókna fari fram í umhverfisráðuneytinu en ekki beint á vegum nefndarinnar. Ætlað er að til þess þurfi hálft til heilt starf auk nokkurs kostnaðar. Heild arkostnaður ríkissjóðs af þessum þætti frumvarpsins kann því að liggja á bilinu 4–6 m.kr.